Kennarar hafa miklar áhyggjur

Kennarar í grunnskólum Reykjavíkur hafa áhyggjur af því að minnkandi …
Kennarar í grunnskólum Reykjavíkur hafa áhyggjur af því að minnkandi fjárframlög til skólanna komi niður á gæðum skólastarfsins. mbl.is/Styrmir Kári

Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir að áhyggjur grunnskólakennara í Reykjavík vegna yfirstandandi skólaárs séu miklar.

Trúnaðarráðsfundur grunnskólakennara í Reykjavík, haldinn í síðustu viku, lýsti yfir þungum áhyggjum af fjárhagsstöðu grunnskólanna í Reykjavík.

„Okkar áhyggjur snúast ekki bara um þann niðurskurð sem er verið að undirbúa að hrinda í framkvæmd nú, heldur snúa þær að því að grunnskólarnir í Reykjavík standa mjög illa fyrir þennan niðurskurð,“ segir Rósa í umfjöllun um áhyggjur kennara í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert