Málið í Háteigsskóla óupplýst

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar.
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar. mbl.is/Þórður

Málið sem kom upp í Háteigsskóla, þar sem karlmaður beraði sig fyrir þremur stúlkum í fjórða bekk þar sem þær voru að leik í frímínútum á lóð skólans, er enn óupplýst. Búið er að ræða við nokkra menn vegna málsins.

Stúlkurnar fóru á bak við eitt húsið á skólalóðinni og voru í boltaleik þegar maðurinn gekk að girðingu og kallaði til þeirra. Skólastjóri skólans, Ásgeir Beinteinsson, segir stúlkurnar hafa brugðist hárrétt við með því að hafa þegar í stað samband við starfsmann skólans.

Árni Þór Sæmundsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rætt hafi verið við nokkra menn vegna málsins. Stúlkurnar gátu gefið greinargóða lýsingu á manninum en málið er enn óupplýst.

„Ef einhver hefur upplýsingar sem gætu komið að gagni þá mættu þeir sömu setja sig í samband við lögreglu,“ segir Árni Þór í samtali og bendir á síma lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, 444-1000.

Frétt mbl.is: Stúlkurnar brugðust hárrétt við

Frétt mbl.is: Beraði sig við Háteigsskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert