Notkun síma veldur truflun og álagi

AFP

62% ökumanna segja farsímanotkun ökumanna valda truflun og álagi, samkvæmt könnun Gallup vann fyrir Samgöngustofu. Það sem fer þó mest í taugarnar á ökumönnum er að aðrir ökumenn noti ekki stefnuljóss.

35% þeirra sem svöruðu því játandi að þeir töluðu eitthvað í farsíma án handfrjáls búnaðar sögðust nota hann til annars, t.d. senda SMS eða fara á internetið oft, stundum eða sjaldan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert