Sjór komst í eldsneyti Hoffells

Varðskipið Þór kemur til Reykjavíkur með Hoffellið í togi.
Varðskipið Þór kemur til Reykjavíkur með Hoffellið í togi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðgerð á Samskip Hoffelli er að ljúka og er stefnt að því að skipið hefji aftur siglingar 15. febrúar næstkomandi.

Talið er að sprunga hafi komið í þilfar skipsins í miklu óveðri. Það olli því að sjór komst í eldsneyti og er það talin helsta ástæða þess að allar vélar skipsins stöðvuðust.

Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa, sagði að taka hefði þurft ljósavélar skipsins upp. Skip var tekið á leigu í staðinn fyrir Samskip Hoffell og var tíminn nýttur til að dytta að ýmsu um borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert