Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

mbl.is

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Vesturlands og til að greiða konunni sem hann nauðgaði eina milljón króna í miskabætur auk vaxta. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2014 haft samræði við konuna og nýtt sér að hún hafi ekki getað spornað við því sökum svefndrunga og ölvunar.

Konan sagðist við skýrslutöku lögreglu hafa vaknað um nóttina við að maðurinn hafi verið að kyssa hana og hafa við hana samfarir á heimili hennar. Hún hefði þá farið grátandi yfir í herbergi systur sinnar. Haft var samband við lögreglu og þegar hún kom á vettvang hélt faðir konunnar manninum. Maðurinn hélt því fram að samræðið hefði verið með fullu samþykki konunnar. Hún hafi boðið honum heim til hennar og þau síðan haft samræði.

Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan sem og framburð vitna. Fram kemur í dómsorði að manninum hafi með samræðinu við konuna hlotið að vera ljóst að hann væri að ganga lengra en hann hefði nokkra ástæði til að ætla að sé væri heimilt og notfært sér þannig að hún hafi ekki getað spornað við samræðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert