Víða urðu truflanir og tjón

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lægðin sem gekk yfir landið í gær og í nótt olli nokkrum truflunum og tjóni á dreifikerfi RARIK á Suðurlandi og í Austur Skaftafellsýslu. Tjónið varð mest í Vestur-Skaftafellssýslu á Suðurlandi. Einkum á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur. Viðgerðarmenn fóru af stað en mikil ófærð og slæmt verður olli því að erfiðlega gekk að komast á staðinn ljúka viðgerðum.

Miklar skemmdir urðu á línukerfinu milli Hólmsár og Tungufljóts þar sem a.m.k 10 staurar brotnuðu með tilheyrandi vírslitum. Línan fyrir Landbrot og Meðalland leysti út í gær og fannst brotinn staur í Landbroti og slit í Meðallandi. Straumleysi varð í um klukkustund á öllu svæðinu austan Víkur að Lómagnúp upp í gærkvöldi vegna bilunar á flutningslínu Landsnets milli Sigöldu og Hóla í Hornafirði. Allir íbúar svæðisins urðu þá rafmagnslausir. Vírslit varð einnig á línu frá Hellu að Laugalandi og á milli Nesja og Þingvalla.

Minniháttar truflanir urðu seinni partinn í gær í Hvalfjarðarbotni, Reykholtsdal og Melasveit. Þá varð útleysing á spenni á Dalvík sem olli straumleysi á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og í sveitum í kring en um hálfa klukkustund tók að koma rá rafmagni á nýjan leik. Straumleysi varð á Austurlandi á Mýrum, í Suðursveit og Öræfum. Erfitt var að komast á staðinn og fannst bilun ekki fyrr en eftir miðnætti og var rafmagn komið á um fjórum tímum síðar. Straumlaust varð einnig í Nesjum og bilun í línu í Lóni auk minniháttar truflana á Breiðdalsvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert