Víðast hvar ófært á Vestfjörðum

Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og sumstaðar snjóþekja. Hálka er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði þar sem einnig er skafrenningur.

Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar og beðið með mokstur vegna veðurs.
Á vegi 60 eru umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá.

Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka og sumstaðar skafrenningur eða él. Ófært er þó um Siglufjarðarveg. Á Norðausturlandi er búið að opna um Víkurskarð og er þar snjóþekja og skafrenningur. Hálka er annars víðast hvar og skafrenningur.

Austarlands er mestmegnis hálka og einnig með ströndinni suður úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert