Ferðamennirnir komnir á sjúkrahús

mbl.is/Eggert

Tveir ferðamenn sem slösuðust í Skarðsdal á Skarðsheiði eru komnir á Landspítalann en þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með þá þar nú fyrir skömmu. Fram kemur í tilkynningu frá Gæslunni að ferðamennirnir hafi verið staddir í um 700 metra hæð og aðstæður á slysstað hafi verið erfiðar. Greiðlega hafi þó gengið að koma hinum slösuðu um borð.

„Fljótlega eftir að beiðnin barst hélt TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar af stað og var komin á vettvang um 14:50. Þá höfðu björgunarsveitir ekki komist á vettvang og voru samferðamenn hinna slösuðu einir á vettvangi. Aðstæður á slysstað voru erfiðar en greiðlega gekk fyrir áhöfn þyrlunnar að búa um hina slösuðu og flytja þá um borð í þyrluna.“

Frétt mbl.is: Tveir féllu og slösuðust

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert