Hal bar sigur úr býtum í Hörpu

Sigurlið Hal; Hólmfríður Hannesdóttir og Atli Þór Sveinbjarnarson.
Sigurlið Hal; Hólmfríður Hannesdóttir og Atli Þór Sveinbjarnarson. Hönnunarkeppni verkfræðinema

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fór fram í dag. Ellefu lið öttu kappi með hönnun sína sem þurfti að takast á við þrautabraut fyrir framan áhorfendur í Hörpu. Hlutskarpast varð liðið Hal skipað Hólmfríði Hannesdóttur og Atla Þór Sveinbjarnarsyni.

Sigurvegararnir hlutu 400.000 kr. í vinningsfé frá Marel. Í öðru sæti varð Team Sprakk, skipað Kristjáni Theódóri Sigurðssyni, Hlyni Árna Sigurjónssyni og Sólrúnu Traustadóttur. Þau fengu í sinn hlut 300.000 kr. Liðið Bjárni, samstarf Árna Sturlusonar og Björns Jóhanns Þórssonar, hlaut svo 200.000 kr. í verðlaun fyrir þriðja sæti.

Frumlegasta hönnunin taldist verk 2 init 2 finis, lið Ásgeirs Barkarsonar og Steinarrs Hrafns Höskuldssonar og hlutu þeir 100.000 kr. í verðlaunafé.

Team Sprakk varð í öðru sæti.
Team Sprakk varð í öðru sæti. Hönnunarkeppni verkfræðinema

Keppendur hönnuðu vél sem átti að ýta á takka og losa þannig borðtennisbolta sem skila þurfti í trekt annars staðar í brautinni. Þar á eftir þurfti sköpunarverkið að komast framhjá regnhliði, ýta niður takka sem hringdi bjöllu og loks ýta borðtennisbolta inn í holu og kveikja þannig á ljósi sem gefur til kynna að brautinni sé lokið. Um keppnina gilda ýmsar reglur en meðal þeirra er það að við lausn brautarinnar megi ekki stofna keppendum, dómurum, né áhorfendum í hættu. Nánar má lesa um það á Facebook síðu keppninnar.

Fleiri myndir frá keppninni má sjá hér.

Hönnun keppenda þurfti að leysa þrautabrautina án aðstoðar eftir að …
Hönnun keppenda þurfti að leysa þrautabrautina án aðstoðar eftir að lagt var af stað. Hönnunarkeppni verkfræðinema
Sköpunarverk þeirra Hólmfríðar og Atla Þórs tekst á við þrautabrautina.
Sköpunarverk þeirra Hólmfríðar og Atla Þórs tekst á við þrautabrautina. Hönnunarkeppni verkfræðinema




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert