Kynnir pöddur með íslenskum heitum

Sigþór Ástþórsson sér um að smíða gildrur sem notaðar eru …
Sigþór Ástþórsson sér um að smíða gildrur sem notaðar eru til fiðrildavöktunar hér á landi. Erling Olafsson

„Ég lít svo á að það sé mitt hlutverk öðrum fremur að kynna kvikindin með íslenskum heitum. Það gerir þau mun aðgengilegri fyrir þá sem vilja fræðast.“

Þetta segir Erling Ólafsson, sérfræðingur í skordýrafræði í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Meðal verkefna sem hann hefur tekið þátt í er fiðrildavöktun sem hefur farið fram hér á landi frá árinu 1995. Erling hefur gefið hundruðum pöddutegunda íslensk heiti á ferli sínum og brosir út í annað þegar heitin eru notuð eins og þau hafi alltaf verið til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert