Mikil fjölgun vaktavinnufólks

Í Fjarskiptastöðinni í Gufunesi starfa menn á vöktum.
Í Fjarskiptastöðinni í Gufunesi starfa menn á vöktum. Jim Smart

„Þegar litið er til síðastliðinna átta ára sést að hlutfall þeirra sem stunda vaktavinnu hefur aukist um 6,1 prósentustig úr 20,6% árið 2008 í 26,7% eins og það var árið 2015.“

Þetta segir í niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar sem birt er í Hagtíðindum Hagstofu Íslands og um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Á seinasta ári virðist þeim sem stunda vaktavinnu hafa fjölgað frá árinu á undan um 1.600 samkvæmt könnuninni og á seinasta ársfjórðungi nýliðins árs var hlutfall launþega í vaktavinnu enn hærra eða 27,2% launþega en það svarar til um 43.700 manns. Fram kemur í könnuninni að sérstaklega sé áberandi að fólk í hlutastörfum stundar vaktavinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert