Sótti hjartveikan sjómann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 13:00 í dag beiðni frá Björgunarmiðstöðinni í Stavanger um aðstoð vegna hjartveiks skipverja um borð í norsku loðnuskipi. Skipið var statt um 115 sjómílur austur af Norðfirði á leið á loðnumiðin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni en varðskipið Þór var í kjölfarið sent á staðinn.

„Varðskipið Þór var þá statt í um 58 sjómílna fjarlægð frá loðnuskipinu og hélt varðskipið rakleiðis á vettvang. Þór var kominn að skipinu rétt fyrir hálffjögur og fóru sjúkraflutningamenn úr áhöfn varðskipsins um borð til að aðgæta sjúklinginn. Tekið var hjartalínurit og ástand sjúklings metið og í framhaldi af því var í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar afráðið að flytja sjúklinginn í land. Halda nú bæði varðskipið Þór og norska loðnuskipið áleiðis til Neskaupstaðar og er fyrirhugað að þyrla Landhelgisgæslunnar fljúgi síðar til móts við skipin og flytji sjúklinginn á sjúkrahús,“ sgeir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert