„Stefnir í flotta helgi“

Frá góðum degi í Bláfjöllum.
Frá góðum degi í Bláfjöllum. mbl.is/Golli

Skíðasvæði víða um land eru opið í dag  og er því um að gera að skella sér í snjósæluna og ýmist renna eða kútvelltast niður brekkurnar.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið frá klukkan 11 til 16. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að þar sé troðinn þurr snjór en að aðeins hafi snjóað aðeins á svæðinu. Þar sé flott veður og færi.

Skíðasvæðið í Stafdal verður opið í dag frá klukkan 11 til 16. Spáin er fín fyrir daginn og fínt færi í brekkunum auk þess sem á stanum er troðin göngubraut.

Opið verður í Hlíðarfjalli frá 10 til 16 í dag og segir í tilkynningu frá skíðasvæðinu að þar sé frábært færi. „Búið er að snjóa mikið hjá okkur þannig það er púðursnjór. Spáin fyrir morgundaginn er góð og stefnir í flotta helgi.“

Það er aldeilis annað uppi á teningnum á Ísafirði. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að ekki sé gott útlit fyrir opnun þennan morguninn þar sem vindstrengur gengur enn yfir Vestfirði. Staðan verður þó tekin að nýju klukkan 11.

 Í Bláfjöllum verðureinnig lokað í dag. „Hér hefur bætt í vind en ekki lægt. Getum ekki keyrt stólalyftur né flestar diskalyftur. En Skálafellið er opið.“

Skíðasvæðið á Dalvík verður aftur á móti opið í dag frá 10 til 16.

„Hér er nú logn og tveggja stiga frost og mikill nýr snjór. Allar hestu brekkur eru troðnar ásamt skíðagöngubraut. Alllir velkomnir í Böggvisstaðafjall við Dalvík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert