Tryggir hráefnisöflun fyrir landvinnslu

F.v.: Rafn Arnarson skipstjóri, Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, og …
F.v.: Rafn Arnarson skipstjóri, Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, og Kjartan Reynisson útgerðarstjóri. mbl.is/Albert Kemp

Sandfell SU-75 kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á fimmtudaginn. Báturinn fór í sinn fyrsta róður frá Fáskrúðsfirði eftir miðnættið í nótt.

Dótturfélag Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, Hjálmar hf., keypti bátinn af Stakkavík í Grindavík. Hann hét áður Óli á Stað GK-99. Báturinn var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri 2014 og er útbúinn til línuveiða og er línan beitt um borð.

Í kaupunum fylgdu 1.163 tonna aflaheimildir í krókaaflakerfinu, mest þorskur, að sögn Kjartans Reynissonar, útgerðarstjóra Loðnuvinnslunnar. Loðnuvinnslan lét 200 tonna aflaheimildir í stóra kerfinu á móti þannig að kvóti Loðnuvinnslunnar eykst um tæplega þúsund tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert