Spá stormi í nótt og í fyrramálið

Spáð er stormi í nótt og á morgun á sunnanverðum …
Spáð er stormi í nótt og á morgun á sunnanverðum Austfjörðum og sunnan Vatnajökuls. mbl.is/Styrmir Kári

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun í nótt og á morgun á sunnanverðum Austfjörðum og sunnan Vatnajökuls. Spáð er meira en 20 metrum á sekúndu.

Sjá veðurvef mbl.is

Annars er útlit fyrir bjart veður á Suðurlandi á morgun með um sex stiga frosti og allt að 8 metrum á sekúndu syðst. Á norðurhluta landsins er spáð hálf- eða alskýjuðu með um 6 stiga frosti. Snjókoma á stökum stað.

Á þriðjudaginn er áfram spáð björtu á Suðurlandi en hálfskýjuðu á Norðurlandi með úrkomu á stöku stað. Kaldast verður á Vesturlandi, þar sem frostið getur náð 10 stigum.

Á miðvikudag er spáð skýjuðu um nær allt land en litlum vindi. Kuldinn eykst þó og fer niður í 12 stiga frost á Akureyri en mildara verður á Suðurlandi.

Á fimmtudag snýst taflið við og úrkoma verður á Suðurlandi en hálfskýjað á Norðurlandi. Hitinn allt frá 2 stiga frosti niður í 16 stiga frost á hálendinu. 

Samkvæmt langtímaspánni á svo að hlýna á föstudaginn og gæti hitastigið þá farið upp fyrir núllið víðast hvar á landinu með einhverri úrkomu á Suðurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert