59 þúsund undirskriftir

Tæplega 59 þúsund Íslendingar, 18 ára og eldri, hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins frá því undirskriftasöfnunin hófst 22. janúar.

Á vefnum endurreisn.is kemur fram að Íslendingar eyða sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum.

„Það er mat þeirra sem gerst þekkja til að við þurfum að eyða allt að 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál vegna þess að við erum fá og dreifð sem gerir þjónustuna dýrari en meðal stærri og þéttbýlli þjóða. Þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar um aldarfjórðungsskeið hafa ekki haft að því frumkvæði að fjármagna heilbrigðiskerfið eins og skyldi,“ segir á vefnum endurreisn.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert