898 krónu munur á frosnu mangó

Þegar kom að grænmeti og ávöxtum var minnstur verðmunur á …
Þegar kom að grænmeti og ávöxtum var minnstur verðmunur á agúrkum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bónus í Ögurhvarfi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana 4. febrúar sl. Verð var kannað í átta verslunum á höfuborgarsvæðinu og var Bónus lægst í 81 tilviki. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla, eða í um þriðjungi tilvika.

Samkvæmt tilkynningu frá ASÍ var Krónan lægst í 23 tilvikum og Fjarðarkaup 16. Munurinn á hæsta og lægsta verði var frá 7% og upp í 180%, oftast 25-50%.

„Af þeim 140 vörutegundum sem skoðaðar voru, voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 138 og hjá Iceland 131. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Krónunni eða 99 af 140 og Samkaup-Úrval átti 101,“ segir í tilkynningunni.

Mestur verðmunur var á frosnu mangó í bitum sem kostaði 1.396 kr/kg hjá Samkaupum-Úrvali en 498 kr/kg hjá Bónus. Af ávöxtum og grænmeti var minnstur verðmunur á íslenskri agúrku sem var dýrust hjá Samkaupum-Úrvali, þar sem hún kostaði 656 kr/kg, en ódýrust hjá Bónus, þar sem hún kostaði 477 kr/kg.

Nánari upplýsingar um könnunina er að finna á heimasíðu ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert