Andlát: Sveinn H. Ragnarsson

Sveinn Halldór Ragnarsson.
Sveinn Halldór Ragnarsson.

Sveinn Halldór Ragnarsson, fyrrverandi félagsmálastjóri í Reykjavík, lést síðastliðinn föstudag, 5. febrúar 2016, 88 ára að aldri.

Sveinn var fæddur í Reykjavík 25. júní 1927 og bjó í borginni alla tíð.

Sveinn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1946 og innritaðist svo í lagadeild Háskóla Íslands og auk þaðan prófi árið 1953. Það ár hóf hann störf hjá Reykjavíkurborg hvar hann starfaði allan sinn starfsferil. Var fyrst fulltrúi á skrifstofu borgarstjóra, þá húsnæðisfulltrúi og seinna skrifstofustjóri félags- og framfærslumála. Lengst var hann félagmálastjóri, það er frá árinu 1963 og til starfsloka árið 1994. Á þeim tíma lagði hann með öðrum grunn að þeirri velferðarþjónustu í borginni sem nú er.

Sveinn starfaði mikið með Knattspyrnufélaginu Fram og innan íþróttahreyfingarinnar. Hann var heiðursfélagi Fram og lék með handknattleiksliði félagsins sem tryggði félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1950. Þá var hann lengi þjálfari og liðsstjóri hjá Fram auk þess sem hann sat í stjórn félagsins og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.

Einnig sinnti Sveinn ýmsum trúnaðarstörfum vegna starfs síns. Má þar nefna smíði laga um félagsþjónustu fatlaðra, félagsþjónustu sveitarfélaga og fleira.

Eiginkona Sveins var Halldóra Elíasdóttir sem lést árið 2005. Sonur þeirra er Sveinn Andri, viðskiptafræðingur í Garðabæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert