Aukinn kraftur á ný í gróðursetningar

Þröstur Eysteinsson í skóginum í Skarðdal í Siglufirði
Þröstur Eysteinsson í skóginum í Skarðdal í Siglufirði Ljósmynd/Pétur Halldórsson

Fyrsta verkefni nýs skógræktarstjóra verður að leggja niður Skógrækt ríkisins og koma nýrri stofnun á laggirnar undir heitinu Skógræktin.

Frumvarp umhverfisráðherra þessa efnis er væntanlegt fyrir Alþingi á næstunni og er miðað við að undir hatti nýrrar stofnunar verði sameinuð verkefni Skógræktar ríkisins og fimm landshlutaverkefna í skógrækt, en þau sjá um framlög og þjónustu við skógrækt á lögbýlum um land allt. Með þessari sameiningu verður megnið af skógrækt í landinu komið undir einn hatt.

„Framundan er að koma krafti í gróðursetningu á nýjan leik,“ segir Þröstur Eysteinsson sem tók við sem skógræktarstjóri um áramót af Jóni Loftssyni. „Núna er aukning á fjárlögum upp á rúmar 30 milljónir króna til skógræktar vegna kolefnisbindingar og síðan upphæð til að mæta launahækkunum vegna kjarasamninga. Þessar 30 milljónir duga til að gróðursetja í 100 hektara og eftir langa bið erum við að stíga skref upp á við í fyrsta skipti í nokkuð mörg ár,“ segir Þorsteinn í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert