Endurskinsböndin fjúka og frjósa

Ósabotnar.
Ósabotnar. Helgi Bjarnason

„Mér leiðist svona sóðaskapur og menn verða að taka sig virkilega á,“ segir Birkir Hauksson sjómaður.

Hann var á dögunum á ferð við Ósabotna, milli Sandgerðis og Hafna, en þar og við Fossá í Hvalfirði liggja í hundraðavís armbönd með endurskini.

Í norðurljósaferðum rútufyrirtækja er meðal annars farið á áðurnefnda staði. Fá ferðamennirnir þá í öryggisskyni afhent endurskinsbönd sem þeir í sumum tilvikum henda frá sér, svo þau liggja eftir og frjósa við jörð. Einnig hafa endurskinsbönd, fjúkandi sem freðin, sést í Borgarfirði.

„Við höfum ekki verið með skipulagt stopp á þessum stöðum sem hér eru nefndir. Hins vegar eru þetta góð skilaboð til fólks um að ganga betur um landið. Ferðaþjónustan vill að öllu leyti vera í sátt við samfélagið,“ segir Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaskrifstofu Kynnisferða.

„Svona eins og þetta hljómar finnst mér líklegt að þarna hafi orðið einhverskonar óhapp. Hugsanlega hafi kassi með endurskinsmerkjum dottið eða eitthvað sambærilegt gerst og vindurinn síðan dreift merkjunum. Ég að minnsta kosti hef aldrei séð neina svona tilburði ferðafólks hvorki okkar farþega né annarra. En við bara skoðum þetta og lærum af málinu,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert