Hálka á Hellisheiði

Hellisheiðin nú á öðrum tímanum séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Hellisheiðin nú á öðrum tímanum séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en einnig hálka eða hálkublettir á flestum öðrum vegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og er hálka eða snjóþekja, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka eða snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur er á flestum leiðum á Vestfjörðum. Á vegi 60 er umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá.

Á Norðvesturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum en á Norðausturlandi er einnig snjóþekja eða hálka en þar er meira um skafrenning eða éljagang.

Hálka eða snjóþekja er á Austurlandi og skafrenningur víða.

Hálka er með suðausturströndinni. Hálka og skafrenningur er í Öræfum.

Umferðartafir í Strákagöngum

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00 til 18:00. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert