Kjósa um prest í Mosfellsbæ

Mosfellsbær
Mosfellsbær Sigurður Bogi Sævarsson

Almennar prestskosningar verða í Mosfellsprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi sem auglýst var til umsóknar nýlega. Sóknarbörn í Mosfellsprestakalli hafa farið fram á almenna prestskosningu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji prest.

Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það, eða um tvö þúsund manns í þessu tilviki. Prestakallið var auglýst laust til umsóknar 11. janúar síðastliðinn og rennur umsóknarfrestur út á morgun. 

Þetta kemur fram á vef þjóðkirkjunnar. 

Rúmlega þriðjungur sóknarbarna óskaði eftir almennri kosningu og vísaði í 1. mgr. 15. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011, en ákvæðið hljóðar svo:

„Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram, er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálfum mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar.“

Frétt mbl.is: Auglýsa eftir presti í Mosfellsbæ

Frétt mbl.is: Vilja kjósa um prest í Mosfellsbæ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert