Þrjár flugvélar komu til landsins í stórum gámi

Smátt og smátt tekur vélin á sig mynd og í …
Smátt og smátt tekur vélin á sig mynd og í sumar fer hún á loft. Flugvélasmiðirnir eru frá vinstri Sigurjón Sindrason, Styrmir Bjarnason og Gylfi Árnason. Fjórði maður í hópnum er Þórhallur Óskarsson. mbl.is/Golli

Þrír hópar flugáhugamanna í borginni vinna nú að því í nokkru samstarfi að setja saman þrjár flugvélar sem keyptar voru á Ítalíu í haust.

„Við áformum að fljúga vélunum í sumar og þeir fyrstu stefna að því að fara í loftið um páskana,“ segir Gylfi Árnason, verkfræðingur og flugáhugamaður. Fleiri eru að smíða og setja saman flugvélar því í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli eru a.m.k. fimm flugvélar í smíðum um þessar mundir

Gylfi fór ásamt Óla Öder Magnússyni til Ítalíu síðasta haust og keyptu þeir þrjár eins hreyfils vélar af Savannah-gerð í verksmiðju rétt utan við Tórínó. Vélarnar komu til landsins í kössum í stórum gámi. „Framleiðandinn gefur út að vinnan við að koma þessu saman taki um 350 klukkustundir,“ segir Gylfi. „Við reiknum hins vegar með að þetta taki okkur 7-800 tíma, kannski vegna þess að við höfum svo gaman af tvíverknaði,“ segir Gylfi í umfjöllun um flugvélasmíðarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert