Barnaverndarstofa fær 3 milljónir aukalega

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálarðáðherra, hefur ákveðið að veita Barnaverndarstofu þriggja milljóna króna framlag til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Efnt verður til heils dags ráðstefnu þar sem fagfólki sem aðkomu hefur að þessum málum verður veitt almenn fræðsla til að auka vitund þess og þekkingu á þessu sviði og veita leiðbeiningar um viðeigandi viðbrögð.

Í kjölfarið verður haldið námskeið um efnið fyrir starfsfólk stofnana sem vinnur að málefnum fatlaðs fólks og fyrir starfsfólk Barnahúss þar sem fjallað verður um rannsókn og meðferð þessara mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert