Kirkjan slapp en flóð yfir garði

Laufáskirkja við Eyjafjörð í vetrarbúningi.
Laufáskirkja við Eyjafjörð í vetrarbúningi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Talsverðar skemmdir urðu á kirkjugarðinum í Laufási við Eyjafjörð í snjóflóði sem þar féll aðfaranótt síðastliðins föstudags.

Syðsti, efsti og jafnframt nýjasti hluti garðsins liggur undir spýju flóðsins sem kom úr ásnum fyrir ofan staðinn. Þar fór flóðið yfir þjóðveginn og að kirkjunni og gamla bænum.

„Afleiðingar flóðsins eru ekki að fullu komnar í ljós. Þetta skýrist varla fyrr en skaflar bráðna. Samt má ætla að undir snjónum séu laskaðir legsteinar og brotnir krossar. Kirkjan sjálf virðist þó hafa sloppið við skemmdir, en flóðið rétt snerti hornið á henni,“ segir Sveinn Sigurbjörnsson, bóndi á Ártúni, næsta bæ við Laufás, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert