„Maður kemur alveg af fjöllum“

mbl.is/Eyþór Árnason
<span><span>Formaður Félags grunnskólakennara segir stjórn félagsins hafa komið af fjöllum þegar að þeim var kynnt nýtt fyrirkomulag á samræmdum prófum fyrir helgi. Með nýja fyrirkomulaginu eru prófin gerð rafræn og haldin að vori í 9. bekk í stað hausts í 10. bekk.</span></span>

Fyrri frétt mbl.is: Komið til móts við afbragðsnemendur

„Við fengum af vita af þessu rétt fyrir helgi og höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í samtali við mbl.is. Hann segir félagsmenn ekki hafa verið hafða með í ráðum þegar verið var að breyta þessu og hafi ekki náð að setjast niður og fara yfir nýja fyrirkomulagið.

<span><span>„Maður kemur alveg af fjöllum og ég hefði kosið að þetta hefði verið unnið í meira samstarfi við skólasamfélagið, þá bæði kennara, stjórnendur og auðvitað foreldra. </span><span>En það er með þetta eins og margt annað, </span><span> </span><span>ráðuneytið og Menntamálastofnun </span><span>verða</span><span> að flýta sér hægar</span><span> og vinna mál í samstarfi við skólasamfélagið</span><span>. Það á allt að gerast svo hratt og nú er þetta allt í einu tilkynnt. Auðvitað gætu verið fullt af ágætis </span><span>hugmyndum</span><span> þarna inn á milli en við höfum bara ekki fengið að kynna okkur þetta,“ segir Ólafur.</span></span>

Hvað bíður þeirra sem standa sig vel?

<span><span>Hann segir að það geti þó verið ágætt að taka samræmdu prófin í 9. bekk. „Þá koma kannski í ljós </span><span>einhver</span><span>jir þættir </span><span>sem þarf að </span><span>vinna með</span><span> og þá hafa nemendur 10. bekkinn til að mæta því sem þarf að taka á og í sjálfu</span><span> sér er </span><span>ekk</span><span>ert </span><span>slæmt að skoða það,“ segir Ólafur og bætir við að þó þurfi að taka tillit til þess hvert framhaldið sé. </span></span> <span><span>„Það </span><span>vakna</span><span> upp</span><span> spurningar</span><span> gangvart </span><span>þeim </span><span>sem </span><span>koma vel út úr prófum</span><span> í 9.</span><span> bekk og hvað bíður þeirra í 10. bekk. Gætu þau þá tekið fleiri áfanga úr framhaldsskóla og ef að svo er fylgir því þá aukið fjármagn?“ segir Ólafur.</span></span>

Vilja ekki endilega fara fyrr í framhaldsskóla

<span><span>Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að með nýja fyrirkomulaginu fái foreldrar, nemendur og skólar viðbótarupplýsingar til að meta hvort viðkomandi nemandi búi yfir nægilegri hæfni og geti því innritast í framhaldsskóla. Ólafur segir mikilvægt að muna að það að námsefnið sé ekki eini þátturinn sem </span><span>skeri </span><span>úr </span><span>um</span><span> það hvort að nemendur séu tilbúnir til að sleppa 10. bekk.</span></span> <span><span>„Það skiptir auðvitað líka máli hvort að viðkomandi treysti sér, vilji og eigi erindi í framhaldsskóla. Við heyrum það bæði frá foreldrum og nemendum að sumir vilja ekkert endilega fara í framhaldsskólann </span><span>ári </span><span>fyrr og </span><span>vilj</span><span>i</span><span> heldur vera áfram í sínum vi</span><span>n</span><span>ahóp </span><span>og ljúka grunnskólanum á hefðbundnum tíma</span><span>“ segir Ólafur.  </span></span> <span><span>„Við heyrum líka af áhyggjum foreldra vegna þess að menntaskólalífið er auðvitað mjög frábrugðið grunnskólalífinu. </span><span>Eigum við ekki </span><span>bara</span><span> leyfa börnunum að vera börn og </span><span>einhver</span><span> þeirra eru þannig stödd að þau gætu kannski námslega farið beint í framhaldsskóla </span><span>en það hent</span><span>ar</span><span> þeim</span><span> ekki endilega félagslega. En auðvitað eru nemendur inn á milli sem ráða við þetta bæði félags- og námslega og </span><span>þá</span><span> á </span><span>hjálpa þeim við það.“</span></span>

Erfitt að benda á kosti og galla

<span><span>Ólafur segir margt gott geta verið í nýju tillögunum en á erfitt með að segja til um það þar sem þær hafa ekki verið kynntar honum </span><span>eða </span><span>F</span><span>élagi </span><span>g</span><span>runnskólakennara</span><span> almennilega. „Þetta er auðvitað spurning um kosti og galla og svo auðvitað framkvæmd. Ég er ekki að segja að þetta sé neikvætt en það er erfitt fyrir okkur að benda á kosti og galla ef okkur hefur ekki verið boðið það.“</span></span>
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara.
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert