Segist ekki hafa skýrt umboð

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa skýrt umboð flokksmann til að gegna formennskuhlutverkinu. Þá vill hann heldur ekki gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju sem formaður flokksins, en Árni segir að skemmtilegra væri að flokksmenn gætu beint kröftum sínum gegn andstæðingum sínum frekar en í innanflokksdeilur. Þetta kom fram í viðtali við Árna í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag.

Árni var spurður af þáttastjórnanda um þær kröfur sem hafa komið upp um formannskjör og sagði Árni þá að eftir atburðarás síðasta landsfundar og kröfur innan úr flokknum í dag væri ljóst að hann hefði ekki skýrt umboð flokksins eins og hann hefði haft áður. Sagði hann að skemmtilegra væri ef flokksmenn gætu beitt kröftum sínum gegn andstæðingum flokksins og stefnu hans í stað þess að deila inn á við. Var hann þá í tvígang spurður hvort hann ætlaði að bjóða sig fram að nýju og vildi Árni ekki svara því en sagði að það kæmi í ljós fljótlega.

Sagði Árni meðal annars að meðan flokksmenn einblíndu á ósigur Samfylkingarinnar í formi fylkistaps þá dytti ekki nokkrum þingmanni Framsóknarflokksins í hug að tala um að flokkurinn hefði tapað 55% fylgi frá kosningu. Vegna þess fjölluðu fjölmiðlar ekki um þann punkt heldur veltu ítrekað fyrir sér stöðu Samfylkingarinnar.

Frétt mbl.is: Tilbúinn hvenær sem er

Frétt mbl.is: Samfylkingin lifir ekki til haustsins

Frétt mbl.is: Styður ekki eigin þingmenn

Frétt mbl.is: Tala þarf Samfylkinguna upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert