Skoða formannskjör á árinu

Frá flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Akranesi laugardaginn 14. nóvember sl.
Frá flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Akranesi laugardaginn 14. nóvember sl. Ljósmynd/Eva Bjarnadóttir

Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að ekki sé kominn botn í það hvort mögulegt reynist að halda landsfund flokksins á þessu ári.

Hún segist vona að ákvörðun um tímasetningu næsta landsfundar flokksins verði tekin á fundi framkvæmdastjórnarinnar á morgun. „Nei, það er ekki kominn botn í málið. Það er framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar sem ákveður tímasetningu landsfundar og næsti fundur okkar er á miðvikudag, (morgun – innskot blm.),“ segir Sema Erla í Morgunblaðinu í dag.

Sema Erla segir að málið hafi verið til umræðu innan framkvæmdastjórnarinnar í töluvert langan tíma og að kominn sé tími til þess að klára það. Meðal annars hafi komið fram tillaga síðasta sumar um að halda landsfund á þessu ári, 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert