Töluvert tjón á loftræstikerfi

Ölgerðin Egill Skallagrímsson Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Töluvert tjón varð á loftræstikerfi Ölgerðarinnar en bilun í kerfinu varð til þess að heitt vatn lak niður á tvær hæðir í húsnæði fyrirtækisins við Grjótháls. 

Ekki er mikið tjón á gólfi þar sem það er gólfið er steypt og engin gólfefni á því, að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Búið er að hreinsa upp vatn á gólfum hússins.

Mikill erill var í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að sögn varðstjóra.

Vatnsleki í Ölgerðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert