Víðtæk leit að unglingspilti

mbl.is/Ómar

Hátt í eitt hundrað manns frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu  tók þátt í leit að dreng á unglingsaldri í Reykjavík í nótt.

Drengurinn, sem á við veikindi að stríða, yfirgaf sjúkrahús um kvöldmatarleytið í gær og þegar hann hafði ekki skilað sér um miðnætti voru björgunarsveitir kallaðar út.

Leitin fór að mestu fram í Breiðholti og á nærliggjandi svæðum. Kalt var í veðri í höfuðborginni í nótt og drengurinn illa búinn.

Hundar voru notaðir við leitina og fjórhjól auk fjölda gönguhópa. Drengurinn fannst heill á húfi um klukkan 03:30 og var honum komið aftur á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Slysvarnafélagsins Landsbjörg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert