Bolfiskvinnsla hefst í haust

HB Grandi hefur bolfiskvinnslu á Vopnafirði í haust.
HB Grandi hefur bolfiskvinnslu á Vopnafirði í haust. Ljósmynd/HB Grandi

HB Grandi mun vinna loðnukvóta sinn á Vopnafirði. Þá mun fyrirtækið hefja bolfiskvinnslu þar í haust, að lokinni síldar- og makrílvertíð.

Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri tilkynnti þessa ákvörðun stjórnar á fjölmennum borgarafundi um atvinnumál í gærkvöldi, að því er fram kemur í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Borgarafundurinn var haldinn að frumkvæði Vilhjálms en í samvinnu við sveitarstjórn. Tilefnið var erfiðleikar staðarins vegna innflutningsbanns Rússa á íslenskan fisk. 176 íbúar komu til fundar sem Stefán Grímur Rafnsson oddviti segir að sýni hvað málin snerti marga íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert