„Enginn var að fela sig“ í Skeifunni

Hópslagsmálin áttu sér stað í Skeifunni. .
Hópslagsmálin áttu sér stað í Skeifunni. . mbl.is/Styrmir Kári

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir hættu á því að erlendir glæpahópar sem geri upp málin sjálfir láti á sér kræla í íslensku samfélagi í auknum mæli.

Skeifumálið þar sem tveim hópum lenti saman sé athyglisvert í ljósi þess að það var á fjölmennum stað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Enginn var að fela sig,“ segir Helgi sem segir það benda til þess að þessir hópar fari eftir eigin reglum. Um sé að ræða jaðarmenningu þar sem ofbeldið er réttlætt. Þetta séu hættumerki sem fylgjast þurfi með.

Átök lík þeim sem komu upp í Skeifunni síðastliðinn laugardag þar sem hópum af tveimur erlendum þjóðernum lenti saman eru ekki einsdæmi hér á landi. Helgi segir ástæðu til að ætla að hætt sé við því að hópar innflytjenda sem upplifi sig utanveltu í samfélaginu myndi glæpahópa hér á landi. „Í Breiðholti fyrir tveimur árum kom upp alvarlegt atvik þar sem uppgjör var á milli tveggja hópa. Eins kom slíkt atvik upp í Smáralind fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi.

Hann segi að slíkir hópar samanstandi yfirleitt af yngri körlum sem upplifi sig ótengda samfélaginu og eigi það til að vilja jafna ágreining sjálfir.

Hann bendir á að einnig séu dæmi um að uppgjör á milli Íslendinga hafi verið fyrir opnum tjöldum og nefnir Ystaselsmálið því til stuðnings. Hins vegar sé athyglisvert nú að menn ákveði að hittast á ákveðnum tíma, á ákveðnum stað til þess að gera út um málin.

Hann segir alltaf varasamt að tengja svona hluti útlendingum frekar en Íslendingum. Hins vegar séu ýmsir almennir þættir sem leiða til tengslamyndunar ákveðinna hópa sem beita ofbeldi af þessu tagi. ,,Almennt séð tengist þetta einstaklingum sem eru utangátta. Auðvitað er það þannig að þeir sem eru nýbúar eða útlendingar eru gjarnan ekki tengdir jafn vel inn í samfélagið. Það getur vantað ákveðna hluti eins og afa og ömmur svo dæmi séu tekin. Fyrir vikið lifa sumir í einangraðri heimi. Í þannig umhverfi getur það gerst að einhver ákveðin hugmyndafræði myndast sem er í litlum tengslum við meginhluta samfélagsins,“ segir Helgi.

 Einn laminn í höfuðið með hamri

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert