Ísraelsk kona fjárfestir í lúxushóteli

Hjálpræðisherinn hefur selt eignina í Kirkjustræti 2 til fjárfesta.
Hjálpræðisherinn hefur selt eignina í Kirkjustræti 2 til fjárfesta. mbl.is/Árni Sæberg

Pálmar Harðarson, fjárfestir hjá Þingvangi, hefur keypt hús Hjálpræðishersins á Íslandi í félagi við ísraelska fjárfestinn Orit Feldman-Dahlgren. Fram hefur komið að kaupverðið sé 630 milljónir.

Orit Feldman-Dahlgren er forseti ferðaþjónustufyrirtækisins Luxury Beyond sem selur lúxusferðir til Norðurlandanna. Félagið er meðal annars með sölufulltrúa fyrir Ísland og Grænland. Feldman-Dahlgren er af ísraelskum ættum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Pálmar umrætt félag hafa komið með marga ferðamenn til Íslands. Það sjái tækifæri í mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands til að sækja fram á lúxusmarkaðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert