Mikil vinna og margir tímar að baki

Steypireyðurin í fjöruborðinu í Skagafirði í ágúst 2010.
Steypireyðurin í fjöruborðinu í Skagafirði í ágúst 2010. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Ný sýning verður opnuð í Hvalasafninu á Húsavík í byrjun næsta mánaðar. Auk tíu beinagrinda sem voru fyrir á safninu er beinagrind af steypireyði komin í safnið, en unnið hefur verið að því undanfarið að setja beinagrindina saman.

Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri og starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, hefur haft veg og vanda af varðveislu steypireyðarinnar frá því að dýrið strandaði á Skaga í ágúst 2010.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann oft hafa sett hvalinn saman, en alltaf þegar hann vakni sé verkið óunnið! Þorvaldur segir að mikil vinna og margir klukkutímar séu að baki, en nú sjái fyrir endann á verkefninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert