Vilja refsingu fyrir umsáturseinelti

Sviðsett eineltismynd
Sviðsett eineltismynd mbl.is/Árni Sæberg

Þörf er á að sett verði sérstakt ákvæði um umsáturseinelti í almenn hegningarlög að mati yfirmanna lögreglunnar.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Lögreglustjórafélag Íslands hvetja öll til þessa í umsögnum til allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarp innanríkisráðherra um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Í umsögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er bent á að innleidd hafi verið í refsilöggjöf á öðrum löndum á Norðurlöndum sérstök ákvæði um umsáturseinelti á sl. árum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert