Reyndi að laumast um borð

Ljósmynd/Eimskip

Lögreglan handtók útlendan mann á yfirráðasvæði Eimskips í Sundahöfn á fjórða tímanum í nótt en öryggisverðir höfðu séð til mannsins og stöðvað för hans. Maðurinn hafði ætlað að komast um borð í flutningaskip félagsins. Hann er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður síðar í dag.

Um hálf tólf leytið í gærkvöldi var tilkynnt um rúðubrot og skemmdir á hurð í skóla í Hafnarfirði til lögreglu. Skemmdarvargurinn hefur ekki náðst og ekki vitað hver var þar að verki. 

Einn var tekinn ölvaður undir stýri í umferðinni um eitt í nótt. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert