Rúmur milljarður á dag

Útlit er fyrir 300 þúsund fleiri ferðamenn í ár en …
Útlit er fyrir 300 þúsund fleiri ferðamenn í ár en í fyrra. mbl.is/Golli

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir deildina áætla að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði rúmir 400 milljarðar í ár, eða rúmlega milljarður á dag. Það er 44% meira en árið 2013.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ferðaþjónustu hafa stigmagnandi áhrif á efnahagslífið. Hvert prósent í vexti skili sífellt meiru. Útlit sé fyrir 300 þúsund fleiri ferðamenn í ár en í fyrra.

„Mikill afgangur á þjónustujöfnuði þrýstir upp gengi krónu og skapar auðsáhrif sem eru sambærileg við erlent innflæði vegna fjármálageirans fyrir hrun. Þessi auðsáhrif koma fram í hærra raungengi sem eykur kaupmátt með ódýrari innfluttum vörum en geta leitt af sér ruðningsáhrif fyrir aðrar útflutningsgreinar,“ segir Ásgeir í umfjöllun um framtíðarhorfur í ferðaþjónustunni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert