Sá ferðasjúki losnar ekki í bráð

Litla Hraun
Litla Hraun mbl.is/Ómar

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem hefur verið nefndur „ferðasjúki barþjónninn“ í fjölmiðlum en honum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til loka mars.

Maðurinn var dæmdur í hálfs árs fangelsi í byrjun árs fyrir fyrir fjársvik en hann sveik út flugmiða hjá Icelandair á kreditkort sem ekki voru í hans eigu. Þetta er í annað skiptið sem hann er dæmdur fyrir slíkt athæfi hér á landi. Þá hefur maðurinn fengið fjölda dóma erlendis.

Hann áfrýjaði niðurstöðunni til Hæstaréttar og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi þangað til sá dómur fellur. 

Með þeim úrskurðum sem nú var staðfestur í Hæstarétti hefur maðurinn sætt gæsluvarðhaldi samtals í 109 daga. Hann átti því eftir að afplána 71 af refsingunni þann 5. febrúar þegar héraðsdómur úrskurðaði hann í að sæta gæsluvarðhaldi áfram. 

Ferðasjúkur í gæsluvarðhaldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert