Framkvæmdir við virkjun á vormánuðum

Búrfellsvirkjun.
Búrfellsvirkjun. ml.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar eiga að hefjast á vormánuðum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýlega samþykkt framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar hefur útgáfa framkvæmdaleyfis nú verið samþykkt í sveitarstjórn en eftir er að gefa leyfið formlega út. Einnig á eftir að gefa út byggingarleyfi fyrir stækkunina. Að öðru leyti eru öll leyfi í höfn vegna stækkunar virkjunarinnar.

„Verkefnið er í útboðsfasa og unnið er að undirbúningi framkvæmda af fullum krafti. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist núna á vormánuðum,“ segir í svari Landsvirkjunar um stöðu verkefnisins. Áætlanir um að afhenda orku frá stækkuninni í lok apríl 2018 eru óbreyttar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert