Aldrei meiri lífmassi í kvíunum

Fiskeldið er orðið umtalsverður atvinnuvegur og hefur mikil áhrif á …
Fiskeldið er orðið umtalsverður atvinnuvegur og hefur mikil áhrif á vissum svæðum. Nú starfa um 340 manns beint við eldið og er reiknað með að starfsmenn verði orðnir 400 undir lok ársins, auk 200 manns í þjónustu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Framleiðsla í fiskeldi stóð í stað á síðasta ári, jókst ekki frá árinu á undan. Minna af laxi var slátrað upp úr sjókvíum en aukning í bleikju og regnbogasilungi vó það að mestu upp.

Þá er þorskeldið að hverfa en í staðinn kemur ný tegund, Senelgalflúra. Skýringin á samdrætti í laxi er að fyrirtækin hafa frestað því að slátra sem þýðir að lífmassi hefur aldrei verið meiri og leiðir til mikillar uppsveiflu í ár.

Heildarframleiðsla lagardýra fór úr 8.387 tonnum í 8.334 tonn, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar. Landssamband fiskeldisstöðva hafði spáð verulegri aukningu, að framleiðslan yrði 11.600 tonn, þannig að þessar tölur koma Guðbergi Rúnarssyni framkvæmdastjóra á óvart. „Það er samt sem áður bjart yfir. Miklu meiri fiskur í kvíunum en áður,“ segir Guðbergur í fréttaskýringu um fiskeldi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert