Dýrahjálp með ættleiðingardag

Snúður er krúttlegur köttur sem leitar nýrra eigenda.
Snúður er krúttlegur köttur sem leitar nýrra eigenda. Ljósmynd/Dýrahjálp

Dýrahjálp Íslands stendur fyrir svonefndum ættleiðingardegi nk. sunnudag, 14. febrúar, á valentínusardaginn.

Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem félagið stendur fyrir slíkum viðburði en hann fer fram í versluninni Gæludýr.is á Korputorgi, frá kl. 12 til 15.

Þar gefst áhugasömum færi á að ættleiða dýr en fjöldi katta verður á svæðinu sem Dýrahjálp tók að sér eftir að 50 illa farnir kettir voru með dómsúrskurði teknir af umráðamanni í iðnaðarhúsi í Reykjavík sl. haust, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert