Fjallgöngumaður á batavegi

Maðurinn dvelur á gjörgæsludeild Landspítalans en er á batavegi.
Maðurinn dvelur á gjörgæsludeild Landspítalans en er á batavegi. Mbl.is/ Ómar Óskarsson

Maðurinn sem slasaðist alvarlega í Skarðsdal á laugardag er á batavegi.  Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er hann þó enn á gjörgæslu.

Maðurinn var staddur í um 700 metra hæð þegar hann rann um eitt hundrað metra niður hlíð með þessum slæmu afleiðingum. Fyrst um sinn var hann í öndundarvél en losnaði úr henni í byrjun vikunnar.

Frétt mbl.is: Maðurinn kominn úr öndunarvél

Kona var með manninum í fjallgöngunni og slasaðist hún nokkuð. Hryggjarliðir brotnuðu, rifbein brákuðust, auk þess hún fékk skurði og marðist.

Aðstæður á slysstað voru erfiðar og tafsamt var fyrir björgunarsveitir að komast á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Landspítalann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert