Líf og fjör í Hlíðarfjall í dag

Í tilefni skólafrís í grunn- og framhaldsskólum á Akueyri verður …
Í tilefni skólafrís í grunn- og framhaldsskólum á Akueyri verður frítt í skíðalyfturnar fyrir nemendur í dag. Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag frá klukkan 10-19. Veðurskilyrði eru góð, -4°, logn og fallegt veður.

Nú standa yfir skólafrí hjá grunn- og framhaldsskólum Akureyrar og því verður nemendum boðið frítt í skíðalyfturnar í dag. 

Nóg verður um að vera í fjallinu í allan dag og frá klukkan 17-18.30 verður boðið upp á námskeið fyrir fullorðna byrjendur á skíði og bretti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert