Litli skratti gæddi sér á stara

Smyrill, eða litli skratti eins og hann er oft nefndur, lét ekki gesti og gangandi trufla sig í gær þegar hann gæddi sér á stara á bílastæðinu við Hallveigarstaði á Ingólfsstræti í gær. 

Þórarinn Einarsson átti leið um og sendi mbl.is þetta myndskeið af smyrlinum og veislufangi hans.

Smyrillinn er ránfugl líkt og fálki eða valur og haförn (Haliaeetus albicilla). Smyrillinn er af ætt fálka og af sömu ættkvísl og fálkinn (Falco rusticoulos). Hann er minnstur allra fálka, aðeins 165 til 295 grömm að þyngd og 29-33 cm á lengd, en kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn, að því er segir á Vísindavef Háskóla Íslands.

„Á Íslandi lifir smyrillinn nær eingöngu á smáfuglum svo sem skógarþröstum (Turdus iliacus), sólskríkjum (snjótittlingum) (Plectrophenax nivalis) og ýmsum tegundum mófugla, til dæmis heiðlóu (Pluvialis apricaria). Það getur verið mikið sjónarspil að fylgjast með smyrli elta bráð sína því flughæfni hans á sér vart sinn líkan meðal fugla hér á landi,“ segir á Vísindavefnum.

Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær.
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær. Ljósmynd Þórarinn Einarsson
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær.
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær. Ljósmynd Þórarinn Einarsson
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær.
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær. Ljósmynd Þórarinn Einarsson
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær.
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær. Ljósmynd Þórarinn Einarsson
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær.
Smyrillinn komst í feitt við Ingólfsstræti í gær. Ljósmynd Þórarinn Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert