Meirihlutaskipti í Borgarbyggð

Borgarnes.
Borgarnes. Sigurður Bogi Sævarsson

Samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í stjórn Borgarbyggðar hefur verið slitið. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Ágreiningur um mál Hvanneyrarskóla eru sögð hafa ráðið úrslitum um þessa niðurstöðu.

Samkvæmt sömu frétt eru viðræður um annan tveggja flokka meirihluta þegar hafnar.

Níu sæti eru í stjórn Borgarbyggðar og hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar þrjú hver, Samfylking tvö og Vinstri-Grænir eitt. Tveggja flokka stjórn yrði því skipuð Samfylkingu og öðrum fyrrverandi stjórnarflokknum.

Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert