Miðlun persónuupplýsinga óheimil

Í samstarfssamningnum var ekki gerður greinarmunur á hvor samningsaðila teldist …
Í samstarfssamningnum var ekki gerður greinarmunur á hvor samningsaðila teldist ábyrgðaraðili og/eða vinnsluaðili. Þá kom hvorki fram að vinnsluaðila væri einungis heimilt að starfa í samræmi við fyrirmæli ábyrgðaraðila né hver þau fyrirmæli væru. Í ljósi þess að ekki var til staðar vinnslusamningur sem fullnægði form- og efniskröfum lögum samkvæmt taldist miðlunin óheimil.

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun netfangalista frá Hjallastefnunni til Rannsóknarseturs Háskólans í Reykjavík hafi verið óheimil þar sem hún byggði ekki á fullnægjandi vinnslusamningi. Þá var fræðslu til þátttakenda einnig ábótavant.

Þann 11. ágúst 2015 barst Persónuvernd kvörtun frá móður barns við vegna miðlunar persónuupplýsinga frá Hjallastefnunni til Rannsóknarseturs Háskólans í Reykjavík í þágu vísindarannsóknar.

Í kvörtuninni sagði m.a. að konunni hefði borist tölvupóstur frá HR þar sem henni var boðin þátttaka í fyrrnefndri könnun en tilgangur hennar var að fá sýn foreldra/forráðamanna á þætti er tengjast leik- og grunnskólastarfi.

Konan taldi að könnunin hefði verið kostuð af Hjallastefnunni þar sem spurt var um afstöðu hennar til Hjallastefnunnar annars vegar og almenna skólakerfisins hins vegar. Þá taldi konan inngang og kynningu könnunarinnar hafa verið villandi auk þess sem hún efaðist um réttmæti þess að Hjallastefnan varðveiti upplýsingar um foreldra og börn sem hafa hætt í skólanum og nýti þær í rannsóknarskyni óháð menntun og líðan barns konunnar. Loks benti konan á að í svörum HR hefði komið fram að Hjallastefnan hefði miðlað upplýsingum um kvartanda til HR. Konan spurði hvort um eðlileg vinnubrögð væri að ræða við framkvæmd rannsóknarinnar.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að miðlun persónuupplýsinga um konuna frá Hjallastefnunni til rannsóknarseturs HR hefði verið óheimil. Auk þess hefði fræðsla til hennar ekki samrýmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert