Vinsælt er að kúra í gegnsærri náttúrukúlu

Það er gott skjól inni á milli trjánna. Gestirnir slökkva …
Það er gott skjól inni á milli trjánna. Gestirnir slökkva ljósin og virða fyrir sér stjörnur og norðurljós. Ljósmynd/Róbert Sveinn Róbertsson

Gistipláss í uppblásinni kúlu inni í skógi í Biskupstungum er uppselt fram á vor.

Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull hjá Ferðamönnum Íslands, setti kúluna upp í desember sl. og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Hann er með vefsíðuna buubble.com þar sem yfirskriftin er Fimm milljón stjarna hótelið. Hún vísar til þess að í kúlunni er óskert sýn til himinhvolfsins. Gestirnir bóka gistingu í gegnum síðuna, að því er fram kemur í umfjöllun um þennan óvenjulega gistimöguleika í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert