97,8% sögðu já

Frá Akranesi.
Frá Akranesi.

Nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk Akraneskaupstaðar hefur verið samþykktur með 97,8% atkvæða.

Talningu atkvæða í kosningunni kosningu um kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk fyrr í dag, en samningurinn var undirritaður var þann 3. febrúar síðastliðinn.

Á kjörskrá voru 219 félagsmenn. Greidd atkvæði voru 46 talsins svo kosningaþátttaka var 21%. Já sögðu 44. Nei sagði 1. Einn seðill var auður og enginn ógildur, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Samningurinn telst því samþykktur með 97,8% greiddra atkvæða sem er yfirgnæfandi meirihluti og mun samningurinn því strax taka gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert