Í fangaklefa á leið í flug

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna konu sem neitaði að greiða fyrir veitingar á matsölustað í vesturbænum skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Konan mjög ölvuð og neitaði að gefa lögreglu upp nafn. Hún var því flutt á lögreglustöðina Hverfisgötu og vistuð í fangageymslu.

Síðar um nóttina kom í ljós að hún átti flug af landi brott um klukkan 6:00. Vinkona hennar kom á lögreglustöðina og greiddi skuldina og var konan þá látin laus, segir í dagbók lögreglunar en ekki er vitað hvort konan hefur náð á Keflavíkurflugvöll í tæka tíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert