Glæsilegt 48 síðna tískublað fylgir blaðinu í dag

Marta María Jónasdóttir
Marta María Jónasdóttir

Í dag kemur út nýtt og endurbætt tískublað Morgunblaðsins. Blaðið er 48 síður og einstaklega glæsilegt en í því er að finna gagnlegar greinar og viðtöl þar sem tíska, förðun og helstu tískustraumar eru brotnir til mergjar.

„Við Guðný Hrönn Antonsdóttir blaðamaður lögðum mikinn metnað í þetta blað og vildum hafa það bæði skemmtilegt og fræðandi. Mér finnst skipta mjög miklu máli að lesandinn læri eitthvað nýtt við lestur blaðsins. Í blaðinu getur fólk til dæmis lært að skyggja á sér andlitið með svokallaðri „strobing“-tækni, móta augabrúnirnar og svo erum við með ítarlega úttekt á augnháratískunni,“ segir Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála mbl.is og umsjónarmaður blaðsins.

Í blaðinu eru áhugaverð viðtöl, þar á meðal við transkonu sem er í kynleiðréttingarferli. „Á forsíðunni er Snædís Yrja Kristjánsdóttir en hún mun klára kynleiðréttingu sína í lok sumars. Hún segir frá ferlinu og hvernig andleg og líkamleg líðan hefur verið meðan á ferlinu stendur. Hún nefnir það að bragðlaukar hennar hafi breyst eftir að hún byrjaði á kvenhormónum og hvernig hana langi meira í súkkulaði nú en áður. Auk þess er viðtal við Anítu Briem Hollywood-leikkonu og Karl Berndsen svo eitthvað sé nefnt,“ segir Marta María.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert